Líf í borgarholtsskóla

Bíltæknibrautir

Þessi vefsíða er birt með fyrirvara um breytingar þar sem námskráin er enn í vinnslu.

Í bíliðnum geta nemendur valið um þrjár brautir: Bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamálun. Að loknu námi og starfsþjálfun taka nemendur sveinspróf í viðkomandi iðngrein og hafa að því loknu full réttindi til starfa í greininni. Námið er á þriðja hæfniþrepi.

Mögulegt er að ljúka námi á öllum iðn- og starfsnámsbrautum með stúdentsprófi. Er það sett upp við hæfi hvers og eins í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans og sviðsstjóra. Stúdentspróf er að lágmarki 200 einingar og lýkur á þriðja hæfniþrepi.

Óski nemandi af bíltæknibraut eftir því að stunda nám í íþróttaakademíu samhliða sinni braut, er sótt um það í samráði við sviðsstjóra iðn- og starfsnáms og verkefnisstjóra íþróttaakademíu. Einingar eru að mestu viðbót við einingafjölda viðkomandi brautar. Hins vegar geta þær nýst í stað íþróttaeininga, í frjálst val eða sem valeiningar í viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir iðn- og starfsnám.

Athugið að lotukerfi iðnnáms skiptist í gular lotur og grænar lotur og raðast þær ýmist fyrir eða eftir hádegi. Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig þær raðast.

Græn lotutafla bíltæknibrauta vorönn 2025

Gul lotutafla bíltæknibrauta vorönn 2025

Nánari upplýsingar um bíltæknibrautir veitir Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms.

Uppfært: 03/01/2025

Sjá fréttir um Bíltæknibrautir