Líf í borgarholtsskóla

Bifvélavirkjun

Þessi vefsíða er birt með fyrirvara um breytingar þar sem námskráin er enn í vinnslu.

Í bíliðngreinum blandast saman nútíma tölvu- og hátækni og hefðbundið handverk. Fagmenn í greinunum vinna fjölbreytt störf m.a. við viðgerðir, viðhald og nýsmíði bifreiða og vinnuvéla af öllu tagi.

Bifvélavirkjar starfa við eftirlit, viðgerðir og/eða viðhald hvers kyns vélknúinna ökutækja. Þeir starfa á bifreiðaverkstæðum, skoðunarstöðvum og skyldum vinnustöðum.

Bifvélavirki er lögverndað starfsheiti og bifvélavirkjun lögvernduð iðngrein.

Nemendur geta útskrifast að loknu starfsnámi eða að loknu starfsnámi og stúdentsprófi. Þeir áfangar sem bætast við upp í stúdentsprófið eru neðst á síðunni undir kaflanum Viðbótarnám til stúdentsprófs.

Grunnur

***Nemendur þurfa að taka tvær einingar í íþróttum til viðbótar við þær sem eru í kjarna. Nemendur geta valið á milli eftirfarandi áfanga: RÆK1A01 – ræktin, JÓG1A01 – jóga, KÖR1A01 – körfubolti, FÓT1A01 – fótbolti og ÚTI1A01 – útivist. Velja má hvern þessara áfanga oftar en einu sinni og velja má fleiri en einn áfanga á önn.

Starfsfþjálfun

FagÞrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4
StarfsnámSTI1B30STI2B30STI3B30

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur sem ætla að útskrifast með viðbótarnám til stúdentsprófs þurfa að taka eftirfarandi:

Kjarni

Nemendur þurfa að taka alla áfangana í kjarna.

Bundið áfangaval

Nemendur velja 5 ein í ensku og/eða stærðfræði.
Nemendur velja annað hvort félagsfræði, náttúrufræði eða sögu sem viðbót (5 einingar).

Frjálst val

Nemendur nýta frjálst val til þess að fylla upp í þær 200 einingar sem þarf til stúdentsprófs. Athugið að einingar á 1. þrepi mega að hámarki vera 66, einingar á 2. þrepi mega að hámarki vera 100 og einingar á 3. þrepi þurfa að vera að lágmarki 34.

 

Uppfært: 21/11/2024