Líf í borgarholtsskóla

13/09/2024 | Ritstjórn

Nemendur Borgó í rallý

Karítas og Helena tryggðu sér Íslandsmeistaratitil

Karítas og Helena tryggðu sér Íslandsmeistaratitil

Helgina 6. og 7. september fór fram Rallý Reykjavík þar sem 36 keppendur tóku þátt á 18 bílum. Í þessum hópi voru 5 nemendur Borgarholtsskóla. Ingvi Björn Birgisson og Adam Máni Valdimarsson kepptu á Subaru Impreza en þeir settu hraðamet á leiðinni um Kaldadal og sigruðu í keppninni. Adam Máni er nýnemi í Borgarholtsskóla og varð yngsti keppandinn sem vinnur rallýkeppni á Íslandi, einungis 15 ára gamall. Einnig kepptu Karítas Birgisdóttir og Helena Ósk Elvarsdóttir en Helena Ósk er nemandi í bílamálun. Þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitil í E1000 flokki smábíla.

Nemendum Borgarholtsskóla er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur og augljóst að þau eiga bjarta framtíð í rallýinu.