Dreifnám
Í Borgarholtsskóla er boðið upp á dreifnám á tveimur sviðum: félagsvirkni- og uppeldissviði og á málm- og véltæknibrautum. Upplýsingar um innritun
Félagsvirkni- og uppeldissvið
Dreifnám á félagsvirkni- og uppeldissviði er hugsað sem nám sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Það fer að mestu fram í gegnum tölvu en á hverri önn eru kenndar 3 staðlotur í skólanum um helgi. Námið byggir á þrenns konar vinnuaðferðum: verkefnavinnu í gegnum netið, staðbundnum lotum og netumræðum (ein klukkustund á viku í hverjum áfanga eftir klukkan 16:35).
Dreifnámið miðast við að einstaklingur hafi starfsreynslu á viðeigandi sviði og hafi við námslok a.m.k. 3ja ára starfsreynslu. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautunum.
Þetta fyrirkomulag gerir nemendum kleift að uppfylla fjölbreytt markmið námsins auk þess sem þeir hljóta góða hæfni í upplýsingatækni. Leitast er við að verkefni tengist sem mest starfsumhverfi nemenda og samtímanum.
Námsmat mun að mestu leyti felast í símati á virkni og verkefnum nemenda.
Námið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.
Staðlotur haustönn 2024
23. og 24. ágúst
11. og 12. október
29. og 30. nóvember
Stundatafla fyrir staðlotur og umræðutíma á haustönn 2024.
Málm- og véltæknibrautir
Dreifnám á málm- og véltæknibrautum er hugsað fyrir þá sem eiga þess ekki kost að stunda hefðbundið nám í dagskóla og er því hægt samhliða námi í dreifnámi að stunda vinnu. Sömu kröfur eru gerðar til nemanda í dreifnámi og í dagskóla þó að í dreifnáminu séu kennslustundir helmingi færri. Hver áfangi er kenndur einu sinni í viku.
Þeir sem búa úti á landi geta tekið bóklegt nám en verða þó að koma í próf ( samkomulag við kennara). Oftast eru tvö slík próf tekin á önninni.
Stundatöflur í dreifnámi á málm- og véltæknibrautum haust 2024.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um dreifnám í Borgarholtsskóla veitir Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms.
Uppfært: 07/10/2024