Sérstök rækt er lögð við að nemendur öðlist góð tök á stærðfræði. Er færni í stærðfræði m.a. þjálfuð með því að gefa nemendum kost á að tengja viðfangsefni náttúruvísinda við verkfæri stærðfræðinnar. Nemendum gefst einnig kostur á að styrkja grunn sinn í tungumálum og íslensku með því að velja þessar greinar á kjörsviði eða í frjálsu vali.
Nám á náttúrufræðibraut er ákjósanlegur undirbúningur fyrir ýmsar stærðfræðitengdar háskólagreinar. Má þar nefna verk- og tæknifræði, tölvunarfræði, landfræði, hagfræði og lyfjafræði auk hinna hefðbundnu raungreina.
Lokaverkefni nemenda á náttúrufræðibraut snýst að miklu leyti um nýsköpun og frumkvöðlafræði. Auk þess kynnast nemendur þeirri hugmyndafræði víða í námi sínu á brautinni.
Nemendur á náttúrufræðibraut sem eru á afreksíþróttabraut fara eftir brautarlýsingu á afreksíþróttasviði.