Líf í borgarholtsskóla

Ábendingar um einelti, áreitni eða ofbeldi

Á þessari síðu getur þú komið með ábendingu eða tilkynnt um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi sem hugsanlega viðgengst í skólanum. Tilkynningin berst til aðstoðarskólameistara sem hefur samband við fyrsta tækifæri. Ekkert verður gert án samráðs við þig.

Ef þú vilt senda inn nafnlausa ábendingu sleppir þú að fylla út reitina fyrir þitt nafn og netfang. Athugaðu samt að aðstoðarskólameistari getur ekki svarað nafnlausum ábendingum beint.

Komi upp mál af þessum toga er stuðst við áætlun um aðgerðir og forvarnir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO).

Jafnframt er bent á eftirfarandi vefi:
112.is
Sjúkt spjall
Ertu ókei?
Stopp ofbeldi