Líf í borgarholtsskóla

04/12/2024 | Ritstjórn

Viðurkenningar í smásagnakeppni FEKÍ

Katrín Vísa, Julie, Guðrún Elva og Daniela.

Katrín Vísa, Julie, Guðrún Elva og Daniela.

Í dag, 4. desember, fór fram verðlaunaafhending fyrir bestu smásögurnar í undankeppni smásagnakeppni félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ). Þátttaka nemenda í Borgarholtsskóla var mjög góð og úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina, sem samanstóð af enskukennurunum Nick, Palla, Guðmundi, Írisi Rut, Martynu og Sólrúnu.

Þemað í ár var “FAKE” og nálgun nemenda að viðfangsefninu var mjög frumleg og fjölbreytt. Fimm sögur þóttu skara fram úr og voru höfundarnir verðlaunaðir með konfekti og enskum gullaldarbókmenntum. Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu að þessu sinni:

Daniela Galaszewska (grafísk hönnun, þriðja ár) fékk verðlaun fyrir tvær smásögur, “The Grass” og “The Moustache”
Katrín Vísa Höskuldsdóttir (grunnám bíliðngreina) fékk verðlaun fyrir smásöguna “In Memory Of”
Julie Boekhoud (hollenskur skiptinemi) fékk verðlaun fyrir smásöguna “How Much of This Is Fake?”
Guðrún Elva Kristjánsdóttir (leiklist, fyrsta ár) fékk verðlaun fyrir smásöguna “It’s Her”

Enskudeildin óskar verðlaunahöfunum innilega til hamingju og vill hún þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt í keppninni fyrir þátttökuna. Nemendur Borgarholtsskóla hafa nánast alltaf komist í verðlaunasæti í landskeppninni og því alveg ljóst að innan skólans leynast miklir hæfileikar á fjölbreyttum sviðum.