14/10/2024 | Ritstjórn
Lýðræðisfundur Borgarholtsskóla
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku
Hinn árlegi lýðræðisfundur Borgarholtsskóla fór fram í dag. Löng hefð er fyrir því að nemendur komi saman á sal og ræði þau málefni sem þeim eru efst í huga og varða skólalífið með áherslu á þrjú sjónarhorn: Námið og námsumhverfið, skólann sem heild og skólabraginn og félagslífið.
Fundurinn var fjölmennur og mættu fjölmargir hópar ásamt kennurum sínum til skrafs og ráðagerða auk þess sem öðrum nemendum bauðst að taka þátt. Málin voru rædd samkvæmt ákveðnu fyrirkomulagi og þess gætt að allir hefðu tillögurétt. Hóparnir settu á blað sínar tillögur ásamt hugmyndum um hvernig mætti koma þeim til framkvæmda.
Karen Ösp Birgisdóttir, lífsleikni- og félagsgreinakennari með meiru, leiddi verkefnið og fær hún hrós og þakkir fyrir frábæra fundarstjórn.
Myndagallerí
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku
Nemendur voru dugleg að nýta sér rétt sinn til lýðræðislegrar þátttöku