Líf í borgarholtsskóla

03/02/2025 | Ritstjórn

Landsliðsstyrkur haust 2024

Styrkhafar ásamt Ingu Láru og Ástu Laufey

Styrkhafar ásamt Ingu Láru og Ástu Laufey

Miðvikudaginn 29. janúar var landsliðsstyrkur Borgarholtsskóla afhentur. Sjö nemendur hlutu styrk að þessu sinni fyrir landsliðsverkefni á haustönn 2024.

Eftirfarandi nemendur hlutu styrk:
Auður Bergrún Snorradóttir – Heimsmeistaramót í golfi U18
Birna Rut Snorradóttir – Evrópumót golfklúbba
Elísa Dís Sigfinnsdóttir – Undankeppni Ólympíuleika með A-landsliði kvenna í íshokkí
Lilja Katrín Gunnarsdóttir – Norður-Evrópumót í áhaldafimleikum
María Kristín Ólafsdóttir – Alþjóðlegar æfingabúðir í skíðagöngu
Pamela Ósk Hjaltadóttir – European Girls’ Team Championship, European Young Masters og European Ladies’ Club Trophy í golfi
Viktor Davíð Kristmundsson – Baltic sea championship í júdó

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu styrksins en með nemendum á myndinni er Inga Lára Þórisdóttir, deildarstjóri íþróttamála og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, aðstoðarskólameistari. Á myndina vantar Elísu Dís.
Styrkhöfum er óskað innilega til hamingju með styrkinn og árangurinn á síðastliðnu ári.