12/10/2023 | Ritstjórn
Kynnisferð í Seðlabanka Íslands
Nemendur ásamt Stefáni Rafni og Stefáni Jóhanni.
Nemendur í áfanganum FJÁ3A05 (Fjármálastjórn) fóru í síðustu viku ásamt kennara sínum, Reyni Má Ásgeirssyni, í kynnisferð í Seðlabanka Íslands. Þar var vel tekið á móti þeim af Stefáni Jóhanni Stefánssyni sem er útgáfustjóri Seðlabankans og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni sem er upplýsingafulltrúi bankans. Stefán Rafn kynnti starfsemi og hlutverk Seðlabankans fyrir nemendum auk þess að sýna þeim þá eiginleika sem eiga að prýða góða og ófalsaða peningaseðla. Nemendum var sýndur 10 þúsund króna seðill og fengu þeir útfjólublátt ljós til að skoða svokallað draugamerki seðilsins. Nemendur fengu svo að spyrja út í starfsemi bankans, fjármál og efnahagslífið.
Heimsóknin var mjög vel heppnuð og nemendur ánægðir með daginn. Seðlabanka Íslands er þakkað kærlega fyrir hlýlegar og góðar móttökur.
Myndagallerí
Nemendur fyrir utan Seðlabankann
10 þúsund króna seðillinn skoðaður
Stefán Rafn kynnir starfsemi bankans