08/03/2024 | Ritstjórn
Jafnréttisdagur 8. mars
Drífa Snædal heldur fyrirlestur
Jafnréttisdagur Borgó var haldinn hátíðlegur 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Dagskrá var í tilefni dagsins en Drífa Snædal, talskona Stígamóta, kom og var með fyrirlestur um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis í samböndum og samskipti ungs fólks. Eftir fyrirlestur Drífu kom Gugusar og flutti nokkur lög í matsal skólans.
Jafnréttisdagurinn var mjög vel heppnaður og er jafnréttisnefnd skólans er þakkað sérstaklega fyrir skipulagningu dagsins. Jafnréttisnefnd skipa Anton Már Gylfason, áfangastjóri, Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Karen Ösp Birgisdóttir, kennari.
Myndagallerí
Gugusar tróð upp