04/02/2025 | Ritstjórn
Heimsókn í Rúv

Nemendur á leið niður á Torgið
Á mánudaginn fóru nemendur í FJÖ2A05 í heimsókn til RÚV með kennurum sínum, Flosa Jóni Ófeigssyni og Þorbjörgu Matthíasdóttur. Sigrún Hermannsdóttir, gestastjóri og Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa tóku á móti nemendum. Nemendur fengu fyrirlestur frá Önnu Marsibil. Hún útskýrði fyrir nemendum hvernig hlaðvarp verður til auk þess sem hún útskýrði hlutverk Ríkisútvarpsins í íslensku samfélagi.
Nemendur fengu svo að fara hring um húsið þar sem þau sáu meðal annars stúdíó fréttastofu, útvarpsstúdíó auk þess að sjá búningageymsluna.
Önnu Marsý, Sigrúnu og Rúv er þakkað kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.
Myndagallerí

Anna Marsý ræðir við nemendur í stúdíói 12

Nemendur skoða fréttastúdíóið

Fyrirlestur í betri stofunni