Líf í borgarholtsskóla

28/03/2025 | Ritstjórn

Heimsókn í afbrotafræði

Helgi ásamt hluta af nemendunum í afbrotafræði

Helgi ásamt hluta af nemendunum í afbrotafræði

Nemendur í afbrotafræði (FÉL3F05) hjá Magnúsi Einarssyni fengu áhugaverða heimsókn á dögunum þegar Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands kom.

Helgi Gunnlaugsson kynnti fyrir nemendum rannsókn sem gerð var á Norðurlöndunum um viðhorf ungs fólks til afbrota og refsinga. Rannsókninni er ætlað að afla upplýsinga um afstöðu almennings til afbrota og refsinga á Norðurlöndum.

Nemendur skoðuðu síðan nokkur afbrotamál í hópavinnu, komu með sitt álit á þeim og gerðu grein fyrir hvað þau töldu líklegt að dómstólar myndu gera í málunum.