Líf í borgarholtsskóla

05/10/2023 | Ritstjórn

Forvarnardagurinn

Forseti Íslands, skólastjórnendur og nemendur Borgarholtsskóla

Forseti Íslands, skólastjórnendur og nemendur Borgarholtsskóla

Í tilefni Forvarnardagsins 4. október stóð Embætti landlæknis fyrir málþingi og fékk Borgarholtsskóli þann heiður að hýsa þingið.

Margir góðir gestir komu á viðburðinn en þau sem fluttu ávörp voru forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, Alma Möller landlæknir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Margrét Lilja Guðmundsdóttir en Dóra Guðrún Guðmundsdóttir var kynnir.

Ársæll Guðmundsson skólameistari og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari fluttu ávörp fyrir hönd Borgarholtsskóla auk þess Flosi Jón Ófeigsson og Guðbjörg Hilmarsdóttir kennarar á listnámsbraut kynntu forvarnarverkefni sem unnið var undir þeirra stjórn í fyrra og fékk fyrstu verðlaun í verðlaunakeppni forvarnardagsins. Arnar Már Atlason og Óðinn Már Gunnarsson sögðu frá gerð verðlaunaverkefnisins fyrir hönd síns hóps.

Nýnemar Borgarholtsskóla og nemendur úr 9. bekk Klébergsskóla voru viðstödd málþingið.

Öll sem fluttu ávörp voru sammála um hversu góðum árangri Ísland hefur náð í forvarnarstarfi undanfarin ár. Þau töldu að ungmenni í dag væru besta kynslóðin hingað til þegar kemur að því að sleppa neyslu áfengis og vímuefna og framtíðin væri því björt.

Mikil ánægja var með þingið sem streymt var á vef Forvarnardagsins og er hægt að nálgast upptökuna þar.